Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 456. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 597  —  456. mál.




Fyrirspurn


til heilbrigðisráðherra um tengsl heilsugæslunnar við nýtt þekkingarþorp í Vatnsmýrinni.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur og Þórunni Sveinbjarnardóttur.


     1.      Á hvern hátt vilja stjórnvöld tryggja og styrkja fagleg tengsl Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins og þess þekkingarþorps sem er að rísa í Vatnsmýrinni?
     2.      Telur ráðherra það samrýmast eðlilegum vinnubrögðum að um leið og eitt sjúkrahús (í Fossvogi) og rannsóknarstofa (Keldur) eiga að flytjast inn á hið nýja svæði, þá sé miðstöð Heilsugæslu höfuðborgarsvæðisins, og þar með sú stærsta á landinu, flutt burtu frá því sama svæði, án umræðu um hvort heilsugæslan eigi heima í slíku þekkingarþorpi?
     3.      Er það skoðun ráðherra að heilsugæslan eigi ekki heima í slíku þekkingarþorpi?


Skriflegt svar óskast.