Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 424. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 717  —  424. mál.




Svar



dómsmálaráðherra við fyrirspurn Björgvins G. Sigurðssonar um magn og verðmæti ólöglegra fíkniefna.

     1.      Hvert hefur verið áætlað götuverðmæti ólöglegra fíkniefna á Íslandi síðustu tuttugu árin, sundurliðað eftir árum og efnum sem talið er að hafi verið á markaði hverju sinni?
    Dóms- og kirkjumálaráðuneytið hefur ekki vitneskju um verðmæti ólöglegra fíkniefna á Íslandi síðustu tuttugu ár, enda er skráning lögreglunnar á svonefndu götuverði fíkniefna ekki samræmd á landsvísu og upplýsingar um götuverðið því ekki til. Í tilefni af fyrirspurn Jóhönnu Sigurðardóttur alþingismanns, á Alþingi nú á dögunum um sama efni, tók lögreglan í Reykjavík saman eftirfarandi upplýsingar um götuverð á fjórum algengustu tegundum fíkniefna, eins og það er talið vera um þessar mundir.

Ætlað götuverð á nokkrum tegundum fíkniefna árið 2005
samkvæmt upplýsingum frá lögreglunni í Reykjavík.

Verð í kr.
Hass (1 g) 2.000–2.500
Amfetamín (1 g) 5.000–7.000
Kókaín (1 g) 13.000–17.000
Maríhúana (1 g) 2.000

     2.      Hvert er áætlað magn slíkra efna í landinu á sama tíma, sundurliðað eftir árum og efnum?
    Ómögulegt er að áætla hversu mikið magn fíkniefna er í umferð á hverjum tíma. Víða í löndum er við það miðað að löggæsluyfirvöld leggi hald á 5–10% fíkniefna sem eru í umferð. Þetta mat byggist ekki á skilgreindum forsendum og með hliðsjón af því gæti þetta hlutfall verið með svipuðum hætti hér á landi.

     3.      Hvað var lagt hald á mikið af ólöglegum fíkniefnum á þessum árum, sundurliðað eftir árum og efnum?
    Ríkislögreglustjóri hefur frá árinu 1999 haldið skrá yfir þau fíkniefni sem lögreglustjórar leggja hald á. Í meðfylgjandi töflu eru heildartölur yfir magn og tegundir fíkniefna sem lagt var hald á 1999–2005. Sömu upplýsingar fyrir árið 2006 liggja ekki fyrir þar sem endanlegri skráningu fíkniefna í mörgum málum er ekki lokið.

Fíkniefni sem lagt var hald á af lögreglu og tollgæslu frá 1999 til 2005.

2005 2004 2003 2002 2001 2000 1999
Hass (g) 20.772,2 36.944,79 54.967,69 57.563,83 46.857,54 26.630,34 41.622,10
Fræ (g) 123,7 62,98 64,15 198,35 24,52 17,5 48,88
Fræ (stk.) 15,9 428 857 408 330,45 940 61
Plöntur (stk.) 892 1.195 1.794 1.207 903 73 0
Maríhúana (g) 4.831,7 2.373,10 3.361,81 1.439,47 1.214,70 5.093,62 502,83
Tóbaksblandað hass (g) 405,8 303,22 320,28 159,07 134,87 117,63 201,99
Kannabislauf (g) 11.138,9 1.755,67 9.875,32 3.606,76 0
Kannabisstönglar (g) 3.171,1 1.681,48 3.677,70 85,65 1,74
Amfetamín (g) 8.931,9 15.783,04 2.945,40 7.161,22 1.018,94 10.267,46 5.078,1
Amfetamín (stk.) 986,3 75 309,5 109 2 17,5 57
Metamfetamín (g) 3.987,2 303,1
Kókaín (g) 1.138,8 6.159,97 1.192,09 1.869,56 598,87 944,88 955,43
E-töflur (g) 136,22 22,01 21,22 6,36 293,02 79,22 17,83
E-töflur (stk.) 1.518,5 7.532,4 3.189,75 814,5 93.715,50 22.056,5 7.478
Heróín (g) 0 0,05 2,89 0,16 0 0 0,57
LSD (stk.) 4.346 2.032 1 0 40 15 338,5
LSD (ml) 0 0 0 0 0 3 0