Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 470. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 719  —  470. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Guðlaugs Þórs Þórðarsonar um tekjuskattsgreiðslur banka.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hverjar hafa tekjuskattsgreiðslur íslensku bankanna verið árin 1980–2006, sundurliðaðar eftir fyrirtækjum og árum?

    Yfirlitið hér að neðan sýnir álagðan tekjuskatt lögaðila sem skráðir voru með rekstur í atvinnugrein 65120, rekstur banka og sparisjóða, samkvæmt atvinnugreinaflokkun Hagstofu Íslands, íslensku atvinnugreinaflokkuninni, ísat-95, rekstrarárið 2005. Félög sem starfað hafa í atvinnugreininni á tímabilinu en hætt hafa rekstri eru því ekki talin með í yfirlitinu. Ekki er um sundurliðun eftir fyrirtækjum að ræða þar sem skattyfirvöldum ber að gæta fyllsta trúnaðar við meðferð á upplýsingum sem unnar eru úr framtölum lögaðila, sbr. 117. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt. Yfirlitið sýnir tekjuskatt sem lagður var á þessi félög á hverju ári allt frá árinu 1993 vegna tekna ársins 1992. Upplýsingar um álagningu áranna 1980 til 1992 liggja ekki fyrir á aðgengilegu formi hjá embætti ríkisskattstjóra og því er ekki unnt að veita upplýsingar um þau ár. Upplýsingarnar byggjast á álagningarseðlum vegna álagningar lögaðila árin 1993 til 2006, á tekjur áranna 1992 til 2006, og miðast þær við stöðu álagningargagna strax að loknum framtalsskilum í október ár hvert, fyrir breytingar sem gerðar eru vegna síðbúinna framtalsskila og kærumeðferðar.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.