Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 475. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 727  —  475. mál.




Fyrirspurn




til viðskiptaráðherra um hækkun iðgjalda tryggingafélaganna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.


     1.      Hver var hagnaður tryggingafélaganna og arðgreiðslur sl. 5 ár, sundurliðað eftir árum?
     2.      Hver var staða tjónaskuldar (bótasjóða) í árslok 2002, 2003, 2004, 2005 og 2006 og hve mikið af tjónaskuldinni er áætlað vegna bifreiðatrygginga?
     3.      Hver var mismunurinn milli áætlaðrar tjónaskuldar (bótasjóða) vegna bifreiðatrygginga og uppgjörs bifreiðatjóna árlega sl. 5 ár? Hve mikið hefur losnað úr tjónaskuld árlega á þessum árum vegna ofáætlaðra tjónaskulda?
     4.      Hefur Fjármálaeftirlitið lagt mat á hvort hækkun iðgjalda tryggingafélaganna á liðnu ári og um sl. áramót sé eðlileg í ljósi afkomu tryggingafélaganna og stöðu tjónaskuldar (bótasjóðanna) sl. 5 ár? Hve miklar voru þessar hækkanir umfram verðbólgu?
     5.      Er það mat Fjármálaeftirlitsins að framlög í bótasjóðina hafi verið eðlileg með tilliti til áætlaðra tjónaskulda og uppgjörs bifreiðatjóna sl. 5 ár?
     6.      Hvernig hefur eftirliti samkeppnisyfirvalda verið háttað frá árinu 1999 með því að eðlileg samkeppni ríki á tryggingamarkaði?


Skriflegt svar óskast.