Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 476. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 728  —  476. mál.




Fyrirspurn



til viðskiptaráðherra um fjármagnstekjur og raunávöxtun vátryggingaskulda tryggingafélaganna.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hversu miklum fjármagnstekjum vegna vátryggingaskuldar (í krónum og sem hlutfall af heildarfjármagnstekjum) var skilað inn í skaðatryggingagreinarnar hjá tryggingafélögunum á sl. 5 árum, sundurliðað eftir árum, skaðatryggingagreinum og vátryggingafélögum?
     2.      Hversu mikil raunávöxtun vegna vátryggingaskuldar var tekjufærð inn á skaðatryggingagreinarnar hjá tryggingafélögunum á sl. 5 árum, sundurliðað eftir árum, skaðatryggingagreinum og vátryggingafélögum?
     3.      Hefur Fjármálaeftirlitið gert athugasemdir við hvernig fjármagnstekjur og raunávöxtun hefur skilað sér inn í skaðatryggingagreinarnar á sl. 5 árum?


Skriflegt svar óskast.