Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 483. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 735  —  483. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðis- og tryggingamálaráðherra um afsláttarkort vegna lækniskostnaðar.

Frá Ástu R. Jóhannesdóttur.



     1.      Hvaða aðgerða er þörf svo að afsláttarkort vegna lækniskostnaðar berist fólki sjálfkrafa þegar hámarksgreiðslum er náð?
     2.      Hvenær mun Tryggingastofnun ríkisins taka upp slíkt kerfi þannig að fólk þurfi ekki að halda til haga öllum kvittunum og bera sig eftir kortunum?
     3.      Hefur verið veitt fé til að koma slíku kerfi á og hvað mun það kosta Tryggingastofnun, Landspítala – háskólasjúkrahús, heilsugæsluna og aðra, og þá hverja?