Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 485. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 737  —  485. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um losun gróðurhúslofttegunda frá stóriðju.

Frá Merði Árnasyni.



     1.      Hvað má ætla að útstreymi koldíoxíðs, umfram útstreymi í Straumsvík og á Grundartanga árið 1990, verði mikið
                  a.      frá álverinu á Grundartanga miðað við 260 þús. tonna framleiðslu á ári annars vegar en 300 þús. tonna hins vegar (þar af 88 þús. tonn fyrir 1990),
                  b.      frá álverinu í Reyðarfirði miðað við 346 þús. tonn á ári,
                  c.      frá járnblendiverksmiðjunni á Grundartanga miðað við 114 þús. tonn á ári (þar af 72 þús. tonn fyrir 1990),
                  d.      frá álverinu í Straumsvík miðað við 460 þús. tonn á ári (þar af 88 þús. tonn fyrir 1990),
                  e.      samtals miðað við fyrrnefndar framleiðslutölur?
     2.      Hvert er leyfilegt árlegt hámark fyrir Ísland samkvæmt ákvörðun 14/CP.7 („íslenska ákvæðinu“) í tengslum við Kyoto-bókunina?
     3.      Hversu mikil yrði losun annarra gróðurhúslofttegunda en koldíoxíðs frá þessum stóriðjuverum miðað við fyrrgreinda framleiðslu?
     4.      Hvert er áætlað útstreymi gróðurhúslofttegunda á Íslandi árlega tímabilið 2008–2012 í CO 2-ígildum
                  a.      frá öðrum uppsprettum en stóriðju,
                  b.      frá stóriðju sem hafin var fyrir árið 1990?
        Er rúm fyrir útstreymi koldíoxíðs frá nýrri stóriðju í almennu Kyoto-heimildinni samkvæmt þeirri áætlun?


Skriflegt svar óskast.