Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 497. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 752  —  497. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um einstaklinga í kynáttunarvanda (transgender).

Frá Guðrúnu Ögmundsdóttur.



     1.      Hvaða skilyrði þarf sá sem óskar eftir aðgerð til leiðréttingar á kyni að uppfylla? Hvaða mat fer fram, hver sér um það og í hverju felst það aðallega? Eru einhver tímamörk á slíku mati?
     2.      Eru skurðaðgerðir til leiðréttingar á kyni framkvæmdar hér á landi? Ef svo er, hversu margir hafa farið í slíka aðgerð, sundurliðað eftir kyni? Hversu margir hafa verið sendir utan í slíkar aðgerðir og til hvaða landa?
     3.      Eru til sérmenntaðir sálfræðingar, læknar eða félagsfræðingar á þessu sviði og er gerð krafa um það af hálfu yfirvalda að þeir sem sinna ráðgjöf á þessu sviði afli sér þekkingar á málefnum fólks í kynáttunarvanda?
     4.      Hvaða stuðningsúrræði eru til fyrir þá sem láta breyta kyni sínu? Fá þeir sem hafa fengið höfnun hérlendis einhvern stuðning? Er samstarf eða sameiginleg stefnumótun á þessu sviði milli Norðurlanda- og Evrópuþjóða?
     5.      Hverjar eru vinnureglur varðandi fæðingarvottorð þeirra sem fara í aðgerð til leiðréttingar á kyni?
     6.      Fjallar einhver nefnd um mál þeirra sem eru í kynáttunarvanda? Ef svo er, hvert er hlutverk slíkrar nefndar og hvenær hóf hún störf, hverjir sitja í henni og hversu oft hefur hún komið saman?
     7.      Hvenær geta einstaklingar með nýtt kyn fengið nýtt nafn og kennitölu? Hversu langur tími líður þar til slíkt er hægt? Hvaða möguleika hefur fólk til þess að skipta um nafn áður en leiðrétting á kyni er framkvæmd? Hverjar eru vinnureglur Þjóðskrár í þessu sambandi?


Skriflegt svar óskast.