Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 501. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 756  —  501. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um strandsiglingar.

Frá Hlyni Hallssyni.



     1.      Hefur ráðuneytið kannað hvort unnt sé að stuðla að því að reglubundnar strandsiglingar hefjist að nýju?
     2.      Hefur ráðuneytið fylgst með athugunum einkaaðila að undanförnu á því að taka upp slíkar siglingar og skoðað sérstaklega hvort unnt sé að greiða fyrir því að þær hefjist?
     3.      Verði ekki af því á næstunni að einkaaðilar telji sér fært að hefja strandsiglingar án utanaðkomandi stuðnings mun ráðuneytið þá skoða þann kost að bjóða slíka þjónustu út með svipuðum hætti og t.d. ferjusiglingar og áætlunarflug til afskekktra staða, sbr. tillögu til þingsályktunar á þskj. 34 á þessu löggjafarþingi?