Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 345. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 761  —  345. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Álfheiðar Ingadóttur um raforkukaupendur.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hversu margir raforkukaupendur, fyrirtæki og einstaklingar, hafa skipt um raforkusala síðan raforkusala til fyrirtækja var gefin frjáls 1. janúar 2005 og til einstaklinga 1. janúar 2006, og hversu stór hundraðshluti er það af raforkukaupendum í heild?


    Við undirbúning svarsins aflaði ráðuneytið upplýsinga frá Netorku. Netorka er hlutafélag í eigu fyrirtækja á raforkumarkaði og gegnir því hlutverki að vera sameiginlegt mæligagna- og uppgjörsfyrirtæki fyrir íslenskan raforkumarkað í markaðsvæddu umhverfi.
    Til skýringar skal tekið fram að sama fyrirtæki eða einstaklingur getur fengið orku afhenta á fleiri en einum notkunarstað. Þegar einstaklingur eða fyrirtæki sækja um skipti á raforkusala þarf að sækja sérstaklega um skiptin fyrir hvern notkunarstað. Fjöldi skráðra söluaðilaskipta notkunarstaða verður því ávallt meiri en fjöldi lögaðila sem skiptir.

Fjöldi raforkukaupenda, fyrirtæki og einstaklingar, sem gerðu nýja samninga,
þ.e. söluaðilaskipti, 2005–2006.

Ár Lögaðilar samtals Fyrirtæki Einstaklingar
2005 10 10 0
2006 234 54 180

Fjöldi samninga, þ.e. söluaðilaskipta, sem gerðir voru 2005–2006.*

Ár Samningar samtals Hjá fyrirtækjum Við einstaklinga
2005 16 16 0
2006 893 674 219
*Vakin er athygli á að hver raforkukaupandi getur gert fleiri en einn samning, t.d. vegna margra notkunarstaða:

Heildarfjöldi raforkukaupenda á markaði árið 2006.

Lögaðilar samtals Fyrirtæki Einstaklingar
Heildarfjöldi 124.556 16.074 108.469
Söluaðilaskipti 234 54 180
Hlutfall 0,19% 0,33% 0,17%


Heildarfjöldi notkunarstaða á markaði árið 2006.
Notkunarstaðir Fyrirtæki Einstaklingar
Heildarfjöldi 174.117 38.227 135.877
Söluaðilaskipti 893 674 219
Hlutfall 0,51% 1,76% 0,16%