Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 512. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 775  —  512. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um lyf gegn blindu.

Frá Jóhönnu Sigurðardóttur.



     1.      Hver er skýringin á því að nýtt lyf gegn blindu (Lucentis) sem talið er að geti bjargað sjón er ekki leyft hér á landi? Má vænta þess að leyfi til notkunar lyfsins fáist á næstunni?
     2.      Hve margir hér á landi eru verulega sjónskertir vegna hrörnunar í augnbotnum annars vegar og með slíka hrörnun á byrjunarstigi hins vegar og um hve mörg ný tilvik er að ræða að meðaltali á hverju ári?
     3.      Hve mikill má ætla að árlegur kostnaður yrði vegna lyfsins yrði það leyft hér á landi og hvað má ætla að lyfið gæti bjargað sjón margra miðað við þá reynslu sem þegar er fyrir hendi af notkun lyfsins erlendis?
     4.      Hefur verið veitt leyfi fyrir þessu nýja lyfi annars staðar á Norðurlöndum?


Skriflegt svar óskast.