Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 534. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Prentað upp.

Þskj. 803  —  534. mál.
Skriflegt svar .




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um atvinnumál fatlaðra.

Frá Helga Hjörvar.



     1.      Hvernig miðar undirbúningi flutnings atvinnumála fatlaðra frá svæðisskrifstofum um málefni fatlaðra yfir til Vinnumálstofnunar í kjölfar samþykktar laga um vinnumarkaðsaðgerðir, nr. 55/2006, sbr. f-lið 12. gr. laganna og nefndarálit félagsmálanefndar á þskj. 1340 á 132. löggjafarþingi?
     2.      Hvenær er stefnt að því að þeim flutningi verði lokið?
     3.      Mun þessi flutningur fara fram í samráði við samtök fatlaðra og heildarsamtök vinnu- og hæfingarstaða fatlaðra? Ef svo er, hvernig verður því samráði háttað?
     4.      Hefur ráðherra skilgreint markmið með flutningnum?


Skriflegt svar óskast.