Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 537. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 806  —  537. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um samgöngubætur á Vestfjörðum.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hefur komið til álita að tengja norður- og suðurhluta Vestfjarða með jarðgöngum milli Ísafjarðar og Kollafjarðar í stað jarðganga undir Hrafnseyrarheiði?
     2.      Hver yrði munur á vegalengd í jarðgöngum ef leiðin Ísafjörður–Kollafjörður yrði valin í stað ganga undir Dynjandisheiði og Hrafnseyrarheiði?
     3.      Hversu miklu lengri yrði leiðin milli Patreksfjarðar og Ísafjarðarbæjar með því móti en sú leið sem nú er fyrirhuguð yfir Dynjandisheiði og undir Hrafnseyrarheiði?
     4.      Hvað mundi sá kostur stytta mikið leiðina Ísafjarðarbær–Reykjavík?
     5.      Hvaða hlutar leiðarinnar:
              a.      Patreksfjörður–Reykjavík,
              b.      Ísafjörður–Reykjavík,
              c.      Patreksfjörður–Ísafjarðarbær,
        yrðu í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli?
     6.      Hvaða hlutar áðurnefndra leiða yrðu í yfir 200 m hæð yfir sjávarmáli miðað við núverandi áætlanir í samgöngumálum Vestfjarða?