Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 538. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 807  —  538. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um þjóðarátak gegn lélegri umgengni við landið og uppsöfnun úrgangs.

Frá Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað hefur verið aðhafst af stjórnvöldum í kjölfar svohljóðandi ályktunar flokksþings Framsóknarflokksins árið 2005: „Umhverfisráðuneytið standi fyrir þjóðarátaki gegn lélegri umgengni um landið og uppsöfnun úrgangs þar sem hann á ekki heima. Skerpt verði á heimildum yfirvalda til að gera ráðstafanir gagnvart aðilum sem sýna málinu skilningsleysi.“?
     2.      Hvert er álit ráðherra á ástandi mála að þessu leyti víða um land, m.a. á ríkisjörðum?
     3.      Hvaða tillögur hefur ráðherra fram að færa til að ná fram úrbótum svo um muni?