Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 545. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 824  —  545. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um fátækt barna og stuðning við barnafjölskyldur.

Frá Helga Hjörvar.


     1.      Hver er staða Íslendinga gagnvart öðrum Norðurlandaþjóðum þegar kemur að fátækt barna, þ.e. hver er hlutfallslegur fjöldi fátækra barna á Íslandi annars vegar og hverju hinna Norðurlandanna hins vegar samkvæmt skilgreiningu Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu (OECD) árið 2004?
     2.      Hver var meðalfjárhæð barnabóta á Íslandi og hverju hinna Norðurlandanna sama ár?
     3.      Hve miklu vörðu Íslendingar í krónutölu á íbúa í eftirtalinn stuðning við barnafjölskyldur árið 2004 og hve miklu vörðu hinar Norðurlandaþjóðirnar:
                  a.      fjárhagsstuðning,
                  b.      niðurgreidda þjónustu,
                  c.      fjárhæð barnabóta á ári (í evrum með kaupmáttarleiðréttingu)?
     4.      Hver var opinber stuðningur við barnafjölskyldur hér á landi sem hlutfall af landsframleiðslu í samanburði við önnur OECD-ríki sama ár?


Skriflegt svar óskast.