Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 556. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 831  —  556. mál.




Fyrirspurn



til dómsmálaráðherra um kærur í nauðgunarmálum.

Frá Valdimar L. Friðrikssyni.



     1.      Hve margar kærur hafa borist lögreglu um brot gegn ákvæðum 194.–196. gr. almennra hegningarlaga á árabilinu 1990–2006, skipt eftir árum?
     2.      Hve margar þeirra leiddu til ákæru og í hve mörgum málum var sakfellt?
     3.      Hversu mörg mál voru felld niður, m.a. skv. 112. gr. laga um meðferð opinberra mála þar sem málið hefur ekki talist líklegt til sakfellingar, og hver er staða þeirra sem hafa verið kærðir?


Skriflegt svar óskast.