Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 583. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 865  —  583. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um skattamál einkahlutafélaga og hluthafa þeirra árin 2003–2005.

Frá Ellerti B. Schram.


     1.      Hversu mörg einkahlutafélög töldu fram til skatts ár hvert árin 2003, 2004 og 2005? Hver var fjöldi hluthafa þessara félaga? Hversu margir hluthafanna voru í fullu starfi eða í hlutastarfi hjá félögunum? Hverjar voru hreinar tekjur ársins og tap ársins til skatts hjá þessum félögum framangreind ár? Hver voru greidd laun til hluthafa og reiknað endurgjald vegna starfa hluthafa?
     2.      Hvernig skiptast upplýsingar skv. 1. tölul. eftir atvinnugreinum, sbr. opinbera flokkun atvinnugreina:
              a.      byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð,
              b.      verslun og ýmis viðgerðarþjónusta,
              c.      fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis þjónusta,
              d.      heilbrigðis- og félagsþjónusta,
              e.      önnur samfélagsþjónusta,
              f.      aðrar atvinnugreinar?
     3.      Hversu mörg einkahlutafélög greiddu arð árin 2004 og 2005? Hver var greiddur arður samtals hvort ár? Hvernig flokkast félögin eftir hlutfalli greidds arðs af hlutafé miðað við greiðslur undir 20%, á bilinu 20–50%, á bilinu 50–100%, yfir 100%?
     4.      Hvernig skiptast upplýsingar skv. 3. tölul. eftir atvinnugreinum, sbr. flokkun í 2. tölul.?
     5.      Hver var fjöldi og heildarfjárhæð hækkana skattstjóra á framtöldum launum hluthafa einkahlutafélaga vegna áranna 2003, 2004 og 2005, sbr. ákvæði í 58. gr. laga um tekjuskatt?
     6.      Hver var fjöldi skattakæra vegna hækkana skv. 5. tölul.?


Skriflegt svar óskast.