Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 608. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 908  —  608. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um Marco Polo áætlun Evrópusambandsins.

Frá Önnu Kristínu Gunnarsdóttur.



     1.      Hefur samgönguráðuneytið gert úttekt á því hvaða möguleikar felast í Marco Polo áætlun Evrópusambandsins fyrir íslenskt samgöngukerfi?
     2.      Hefur ráðuneytið kynnt skipafélögum sérstaklega möguleika sem felast í Marco Polo áætluninni?
     3.      Eru áðurnefndar kynningar fyrirhugaðar ef þær hafa ekki farið fram?
     4.      Hvaða þýðingu telur ráðherra að þessi áætlun geti haft fyrir Íslendinga?