Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 614. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 914  —  614. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um aðgengi og afþreyingu fyrir ferðamenn í þjóðgarðinum á Þingvöllum.

Frá Guðmundi Hallvarðssyni.



    Hver eru áform ríkisstjórnarinnar um:
     a.      byggingu nýs hótels í stað Valhallar,
     b.      merkingar á íslensku og t.d. ensku á merkum stöðum í sögu Þingvalla,
     c.      að stuðla að því að almenningi gefist kostur á að sjá Þingvelli frá nýju sjónarhorni, t.d. með því að rafknúið farþegaskip með góðri veitingaaðstöðu sigli á Þingvallavatni yfir sumartímann?