Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 665. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1007  —  665. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um einangrun aldraðs heyrnarlauss fólks.

Frá Össuri Skarphéðinssyni.



     1.      Hefur verið gerð úttekt á því hversu margir aldraðir búa við alvarlega félagslega einangrun sökum heyrnarleysis?
     2.      Hafa stjórnvöld mótað stefnu um að rjúfa félagslega einangrun þeirra? Ef svo er, í hverju felst sú stefna?
     3.      Hafi slík stefna ekki verið mótuð, hyggst ráðherra beita sér fyrir að það verði gert og þá með hvaða hætti, t.d. varðandi samráð við samtök heyrnarlausra, og hvenær er áformað að stefnan liggi fyrir?