Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 666. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1012  —  666. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um félagsþjónustu sveitarfélaga við aldraða árin 2004–2006.

Frá Sæunni Stefánsdóttur.



     1.      Hve margir aldraðir, 67 ára og eldri, hafa notið heimaþjónustu sveitarfélaga?
     2.      Hvað fá notendur að jafnaði oft heimsókn í viku og í hve marga tíma? Hver er hámarksfjöldi heimsókna?
     3.      Stendur öldruðum til boða heimsendur matur og hve margir nýta þá þjónustu að jafnaði? Býðst heimsending matar alla daga vikunnar eða einungis virka daga?
     4.      Er veitt akstursþjónusta fyrir aldraða og hve margir nýta sér hana að jafnaði?
     5.      Er skipulagt félagsstarf fyrir aldraða á vegum sveitarfélaganna og hve margir nýta sér það að jafnaði?
    Svar við framantöldum liðum óskast sundurliðað eftir sveitarfélögum og árum á tímabilinu 2004–2006.


Skriflegt svar óskast.