Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 603. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1050  —  603. mál.




Svar



samgönguráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um störf á landsbyggðinni.

     1.      Hversu mörg störf á vegum ráðuneytisins hafa orðið til á landsbyggðinni frá samþykkt byggðaáætlunar 2006?
    Hjá Vegagerðinni fengust eftirfarandi upplýsingar:

Fastir
starfsmenn
Höfuðborgarsvæði Suðurland Vesturland Vestfirðir Norðurland vestra Norðurland eystra Austurland Samtals
31.12.2006 112 26 34 37 33 45 33 320
31.12.2005 116 29 35 36 35 42 35 328

    Umferðarstofa stofnaði ekki til starfa á landsbyggðinni 2006.
    Póst- og fjarskiptastofnun hefur enga fasta starfsemi utan höfuðborgarsvæðisins.
    Hjá Ferðamálastofu og Siglingastofnun Íslands hefur ekki verið stofnað til nýrra starfa á landsbyggðinni frá samþykkt byggðaáætlunar.
    Hjá Flugmálastjórn hefur fjölgað um eitt starf á Egilsstaðaflugvelli.

     2.      Hverjar eru áætlanir ráðherra um frekari fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni?
    Eins og undanfarin ár mun ráðuneytið halda áfram að kanna með skipulegum hætti kosti þess að koma á fót eða flytja verkefni/störf á sviði ráðuneytisins út á landsbyggðina með það fyrir augum að efla starfsemi þar. Í samningum um árangurstjórnun sem ráðuneytið hefur gert við stofnanir er mælst til þess að þær leiti leiða til að flytja verkefni út á landsbyggðina, þar sem því verður við komið.