Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 669. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1124  —  669. mál.




Breytingartillaga



við frv. til l. um breyt. á l. nr. 99/1993, um framleiðslu, verðlagningu og sölu á búvörum, með síðari breytingum.

Frá Jóni Bjarnasyni.



    Við 2. gr. Greinin orðist svo:
    Í stað 3.–6. mgr. 29. gr. laganna koma tvær nýjar málsgreinar sem hljóða svo:
    Landbúnaðarráðherra getur ákveðið að tiltekið hlutfall dilkakjöts skuli flutt á erlendan markað. Slíka ákvörðun skal aðeins taka ef ráðherra metur stöðu kjötbirgða, framleiðslu- og söluhorfur með þeim hætti að fyrirsjáanlegt sé verðhrun og afkomubrestur hjá sauðfjárbændum og að fengnu áliti Bændasamtaka Íslands. Slíka ákvörðun skal tilkynna fyrir 1. ágúst ef hún á að gilda fyrir sláturtíð að hausti og getur hún gilt fyrir allt að tólf mánaða framleiðslu- og sölutímabil.
    Hafi landbúnaðarráðherra ákveðið útflutningshlutfall skv. 3. mgr. er sláturleyfishafa skylt að leggja til kjöt til útflutnings samkvæmt ákvörðun hans. Geri hann það ekki skal innheimta af honum gjald sem landbúnaðarráðherra ákveður og skal svara til mismunar á áætluðu heildsöluverði og viðmiðunarverði, sem miðast við meðalverð fyrir útflutt dilkakjöt í heilum skrokkum undanfarna tólf mánuði. Allir framleiðendur dilkakjöts skulu taka þátt í þessum útflutningi eða sæta útflutningsuppgjöri fyrir sama hlutfall af framleiðslu sinni.