Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 638. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1145  —  638. mál.




Nefndarálit



um frv. til l. um breyt. á sóttvarnalögum, nr. 19/1997, með síðari breytingum.

Frá heilbrigðis- og trygginganefnd.



    Nefndin hefur fjallað um málið og fengið á sinn fund Guðríði Þorsteinsdóttur frá heilbrigðis- og tryggingamálaráðuneyti og Harald Briem sóttvarnalækni.
    Með frumvarpi þessu er m.a. verið að laga íslenskan rétt að nýrri alþjóðaheilbrigðisreglugerð sem samþykkt var á vegum alþjóðaheilbrigðisþingsins og öðlast gildi 15. júní 2007. Þá er m.a. lagt til að kveðið verði nánar á um skyldur heilbrigðisfulltrúa, heilbrigðisnefnda og dýralækna í tengslum við opinberar sóttvarnaráðstafanir.
    Nefndin leggur til að 3. gr. frumvarpsins um að embætti sóttvarnalæknis beri ábyrgð á framkvæmd sóttvarna undir yfirstjórn heilbrigðisráðherra falli brott. Í samræmi við þetta leggur nefndin til að b-liður 4. gr. frumvarpsins falli brott.
    Nefndin leggur til að frumvarpið verði samþykkt með framangreindum breytingum sem gerð er tillaga um í sérstöku þingskjali.
    Sæunn Stefánsdóttir var fjarverandi við afgreiðslu málsins.
    Valdimar L. Friðriksson sat fundi nefndarinnar sem áheyrnarfulltrúi og er samþykkur áliti þessu.

Alþingi, 13. mars 2007.



Guðjón Ólafur Jónsson,


form., frsm.


Drífa Hjartardóttir.


Ásta R. Jóhannesdóttir.



Guðrún Ögmundsdóttir.


Pétur H. Blöndal.


Kristján L. Möller.



Guðjón Hjörleifsson.


Þuríður Backman.