Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 583. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1186  —  583. mál.




Svar



fjármálaráðherra við fyrirspurn Ellerts B. Schram um skattamál einkahlutafélaga og hluthafa þeirra árin 2003–2005.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mörg einkahlutafélög töldu fram til skatts ár hvert árin 2003, 2004 og 2005? Hver var fjöldi hluthafa þessara félaga? Hversu margir hluthafanna voru í fullu starfi eða í hlutastarfi hjá félögunum? Hverjar voru hreinar tekjur ársins og tap ársins til skatts hjá þessum félögum framangreind ár? Hver voru greidd laun til hluthafa og reiknað endurgjald vegna starfa hluthafa?
     2.      Hvernig skiptast upplýsingar skv. 1. tölul. eftir atvinnugreinum, sbr. opinbera flokkun atvinnugreina:
              a.      byggingarstarfsemi og mannvirkjagerð,
              b.      verslun og ýmis viðgerðarþjónusta,
              c.      fasteignaviðskipti, leigustarfsemi og ýmis þjónusta,
              d.      heilbrigðis- og félagsþjónusta,
              e.      önnur samfélagsþjónusta,
              f.      aðrar atvinnugreinar?
     3.      Hversu mörg einkahlutafélög greiddu arð árin 2004 og 2005? Hver var greiddur arður samtals hvort ár? Hvernig flokkast félögin eftir hlutfalli greidds arðs af hlutafé miðað við greiðslur undir 20%, á bilinu 20–50%, á bilinu 50–100%, yfir 100%?
     4.      Hvernig skiptast upplýsingar skv. 3. tölul. eftir atvinnugreinum, sbr. flokkun í 2. tölul.?
     5.      Hver var fjöldi og heildarfjárhæð hækkana skattstjóra á framtöldum launum hluthafa einkahlutafélaga vegna áranna 2003, 2004 og 2005, sbr. ákvæði í 58. gr. laga um tekjuskatt?
     6.      Hver var fjöldi skattakæra vegna hækkana skv. 5. tölul.?


    Til svars við 1. og 2. tölul. fyrirspurnarinnar eru eftirtalin yfirlit:
     Yfirlit 1.a: Yfirlitið sýnir fjölda einkahlutafélaga á skattgrunnskrá rekstrarárin 2003, 2004 og 2005 og fjölda einkahlutafélaga sem skiluðu skattframtali áður en frestur til að skila framtali rann út í október vegna álagningar opinberra gjalda lögaðila 2004, 2005 og 2006. Upplýsingar um það hversu mörg einkahlutafélög hafa skilað framtali frá því að framtalsfrestur rann út liggja ekki fyrir, en yfirlit 1.d sýnir hversu mörg einkahlutafélög hafa skilað rafrænu skattframtali vegna álagningar umrædd ár. Langstærstur hluti framtala berst nú rafrænt og því má gera ráð fyrir að einkahlutafélög sem skilað hafa skattframtali séu ekki fjarri því að vera jafnmörg þeim félögum sem koma fyrir í yfirliti 1.d. Upplýsingarnar eru teknar saman eftir atvinnugreinabálkum atvinnugreinaflokkunar Hagstofu Íslands. Yfirlit 1.a byggist á álagningarskrá lögaðila og miðast það við stöðu álagningargagna þann 5. mars sl.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Yfirlit 1.b: Yfirlitið sýnir fjölda hlutafjármiða sem einkahlutafélög hafa skilað til embættis ríkisskattstjóra vegna hlutafjáreignar í árslok rekstrarárin 2003, 2004 og 2005. Einkahlutafélög skila hlutafjármiðum vegna hlutafjáreignar einstaklinga og lögaðila. Upplýsingarnar í yfirliti 1.b. sýna því fjölda eigenda hvort sem um einstakling eða lögaðila er að ræða. Taflan hér að neðan sýnir hversu mörg einkahlutafélög skiluðu hlutafjármiðum vegna hlutafjáreignar hluthafa í árslok. Upplýsingarnar í yfirliti 1.b eru teknar saman eftir atvinnugreinabálkum atvinnugreinaflokkunar Hagstofu Íslands. Yfirlitið byggist á skattgrunnskrá og hlutafjármiðum og miðast það við stöðu álagningargagna þann 6. mars sl.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Yfirlit 1.d: Yfirlitið sýnir hagnað, tap og tekjuskattsstofn einkahlutafélaga sem skilað hafa rafrænum skattframtölum álagningarárin 2004, 2005 og 2006, vegna rekstrar áranna 2003, 2004 og 2005. Upplýsingarnar eru teknar saman eftir atvinnugreinabálkum atvinnugreinaflokkunar Hagstofu Íslands. Yfirlitið byggist á skattgrunnskrá og rafrænum skattframtölum lögaðila og miðast það við stöðu álagningar þann 7. mars sl.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Til svars við 3. og 4. tölul. fyrirspurnarinnar eru eftirtalin yfirlit:
     Yfirlit 2.a: Yfirlitið sýnir fjölda einkahlutafélaga sem sendu inn hlutafjármiða með arðgreiðslum af hlutabréfum, vegna álagningar opinberra gjalda á lögaðila árin 2004, 2005 og 2006, auk arðsins sem greiddur var og hlutafjárins sem arðurinn var greiddur af. Mismunur á fjárhæðum arðs stafar af því að gefnir hafa verið út hlutafjármiðar með arðgreiðslu til einstaklinga eða lögaðila sem áttu ekkert hlutafé í árslok. Upplýsingarnar eru teknar saman eftir atvinnugreinabálkum atvinnugreinaflokkunar Hagstofu Íslands. Yfirlitið byggist á skattgrunnskrá, hlutafjár- og launamiðum og miðast það við stöðu álagningargagna þann 6. mars sl.


Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.




Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


Yfirlit 2.b: Yfirlitið sýnir fjölda einkahlutafélaga sem sendu inn hlutafjármiða með arðgreiðslu af hlutabréfum, vegna álagningar opinberra gjalda á lögaðila árin 2004, 2005 og 2006, auk arðsins sem greiddur var og hlutafjárins sem arðurinn var greiddur af. Upplýsingarnar eru teknar saman eftir hlutfalli arðgreiðslu ársins af hlutafé í árslok hvert ár. Yfirlitið byggist á skattgrunnskrá, hlutafjár- og launamiðum og miðast það við stöðu álagningargagna þann 6. mars sl.

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.



Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


    Rétt er að taka fram að skil til embættis ríkisskattstjóra á þeim skattagögnum sem upplýsingarnar byggjast á hafa farið batnandi á undanförnum árum. Upplýsingarnar í yfirlitunum eru því ekki að fullu sambærilegar frá ári til árs.
    Varðandi 5. og 6. tölul. fyrirspurnarinnar er því til að svara að ekki er hægt að taka saman tæmandi tölur um gjaldabreytingar á launum hluthafa einkahlutafélaga vegna áranna 2003, 2004 og 2005 þar sem þessi mál eru ekki í öllum tilvikum með sérstakar tilefnismerkingar hjá skattstjórum. Þau mál þar sem fyrir liggur að breytingar hafa verið gerðar af þessu tilefni á grundvelli 96. gr. laga nr. 90/2003, um tekjuskatt, þessi ár eru tæplega 300 og gjaldabreytingar í þeim eru rúmar 240 milljónir. Breytingar sem gerðar eru á framtöldum launum hluthafa við álagningu opinberra gjalda vegna launa hluthafa eru ekki skráðar sérstaklega og breytingar við kæruafgreiðslu skv. 99. gr. og erindum skv. 101. gr. eru heldur ekki skráðar sérstaklega. Ekki er því mögulegt að afmarka með einföldum hætti heildarbreytingar sem gerðar eru á launum hluthafa frá öðrum gjaldabreytingum.