Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 602. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1231  —  602. mál.




Svar



menntamálaráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um störf á landsbyggðinni.

     1.      Hversu mörg störf á vegum ráðuneytisins hafa orðið til á landsbyggðinni frá samþykkt byggðaáætlunar 2006?
    Ekki er raunhæft að telja starfabreytingar á því tæpa ári sem liðið er frá samþykkt byggðaáætlunar 2006 en í samantekt sem tekin var saman af tilefni fyrirspurnar Önnur Kristínar Gunnarsdóttur til iðnaðarráðherra á þskj. 360, 337. mál, um opinber störf á landsbyggðinni á árunum 1995–2005, sem birt er í eftirfarandi töflu, kemur fram að á vegum menntamálaráðuneytisins hafa orðið til alls 300 ársverk á landsbyggðinni á þessum árum, þar af 219,8 á árunum 2001–2005 eða um 44 á ári á því tímabili.

Landshluti Framhaldsskólar Háskólar Menningarstofnanir Alls
1995–2000 2001–2005 1995–2000 2001–2005 1995–2000 2001–2005 1995–2005
Austurland -4,4 2,4 9 3 10
Norðurland eystra -3,5 5 0 3 4,5
NL (Akureyri) 3,4 5,4 48 50 8,5 18,5 133,8
Norðurland vestra 0,3 0 0 4,5 4,8
Reykjanes 9 43,4 0 0 52,4
Suðurland 3,6 11,4 0 1,5 16,5
Vestfirðir -5 5,9 2,5 1,5 4,9
Vesturland 0,3 13,8 4 38 4,5 12,5 73,1
3,7 87,3 52 88 24,5 44,5 300
Ísafjörður -5 5,9 2,5 0,5 3,5
Akureyri 3,4 5,4 48 50 8,5 18,5 133,8
Egilsstaðir -5 0,9 2,5 2 0,4

     2.      Hverjar eru áætlanir ráðherra um frekari fjölgun opinberra starfa á landsbyggðinni?
    Aðkoma menntamálaráðuneytisins að myndun starfa innan byggðaáætlunar felst í eflingu nærþjónustu á sviði framhaldsskóla og menningarmála svo og eflingu háskóla- og þekkingarsetra á landsbyggðinni. Þau störf sem myndast eru ekki nema að hluta opinber störf í skilningi laga um opinbera starfsmenn og greidd af fjársýslu ríkisins. Mörg störf sem myndast hafa eru háð styrkjum til ýmissa verkefna sem tengjast þekkingarsetrum og menningartengdum verkefnum. Það er ætlun menntamálaráðherra að halda áfram eflingu þessarar starfsemi í samvinnu við heimaaðila eftir því sem fjárveitingar leyfa.