Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 513. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1238  —  513. mál.




Breytingartillögur



við frv. til l. um bókmenntasjóð og fleira.

Frá menntamálanefnd.



     1.      Við 4. gr. 2. mgr. orðast svo:
             Rétt til úthlutunar samkvæmt þessari grein eiga rithöfundar, þýðendur, myndhöfundar og tónskáld, auk annarra einstaklinga sem átt hafa þátt í ritun bóka, enda hafi bækur þeirra verið gefnar út á íslensku, nema um sé að ræða þýðingu eða endursamið verk, endursögn eða staðfærslu á texta úr erlendu máli, og framlag þeirra sé skráð hjá Landskerfi bókasafna eða á annan sannanlegan hátt. Fyrir afnot hljóðrita og stafræns útgefins efnis er úthlutað á sama hátt. Þýðendur og þeir sem enduryrkja, endursegja eða staðfæra erlendar bækur á íslensku eiga þó rétt til úthlutunar samkvæmt þessari grein sem nemur tveimur þriðju af fullri úthlutun. Aðrir rétthafar eiga rétt á óskertri úthlutun. Réttur til úthlutunar samkvæmt þessari grein er persónulegur réttur sem er bundinn við framangreinda rétthafa og fellur niður við framsal höfundaréttar, hvort sem um er að ræða framsal að hluta eða að öllu leyti.
     2.      Við 5. gr. Í stað 2. málsl. 1. mgr. koma þrír nýir málsliðir er orðast svo: Í nefndinni eiga sæti fimm menn skipaðir til þriggja ára af menntamálaráðherra. Af þeim skulu Hagþenkir – félag höfunda fræðirita og kennslugagna, Rithöfundasamband Íslands og Myndstef tilnefna einn fulltrúa hvert. Tveir nefndarmenn skulu skipaðir án tilnefningar og skal annar þeirra vera formaður.