Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 710. máls.
133. löggjafarþing 2006–2007.
Þskj. 1336  —  710. mál.




Frumvarp til laga



um breytingu á almennum hegningarlögum, nr. 19/1940, með síðari breytingum.

Flm.: Kolbrún Halldórsdóttir.



1. gr.

    Við 206. gr. laganna bætist ný málsgrein sem verður 1. mgr., svohljóðandi:
    Hver sem lætur af hendi eða heitir greiðslu eða öðrum ávinningi fyrir vændi skal sæta sektum eða fangelsi allt að 1 ári.

2. gr.

    Lög þessi öðlast þegar gildi.

Greinargerð.


    Frumvarp sambærilegs efnis hefur nokkrum sinnum verið lagt fyrir Alþingi, en aldrei náð fram að ganga. Á 131. löggjafarþingi var málið afgreitt frá allsherjarnefnd en komst ekki til 2. umræðu. Í frumvarpinu er lagt til að kaup á vændi verði refsiverð, þ.e. lagt er til að Íslendingar fari að dæmi Svía og innleiði „sænsku leiðina“ svokölluðu sem felur það í sér að ábyrgðin sé flutt af herðum þess sem selur líkama sinn yfir á herðar þess sem býr til eftirspurnina.