Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 71. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 71  —  71. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um erfðabreyttar lífverur.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að farið verði að fordæmi Norðmanna í vörnum við hættum af notkun erfðatækni, en norsk stjórnvöld hafa sett stranga löggjöf um erfðabreyttar lífverur, hafnað öllum umsóknum um útiræktun erfðabreyttra plantna og þarlendis er starfrækt öflug óháð vísindastofnun um rannsóknir á áhrifum erfðatækni?
     2.      Hyggst ráðherra hvetja sveitarfélög til að lýsa sig svæði án erfðabreyttra lífvera en slík yfirlýst svæði eru víða í Evrópu?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að lýsa Ísland land án erfðabreyttra lífvera?