Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 74. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 74  —  74. mál.




Fyrirspurn



til utanríkisráðherra um íslensku friðargæsluna.

Frá Steingrími J. Sigfússyni og Ögmundi Jónassyni.



     1.      Er þess að vænta að íslenskir friðargæsluliðar verði kvaddir heim frá Afganistan?
     2.      Hefur farið fram eða stendur yfir endurmat á þátttöku Íslendinga í friðargæsluverkefnum í kjölfar nýrra laga um íslensku friðargæsluna?
     3.      Telur ráðherra að þátttaka íslenskra friðargæsluliða í verkefnum á vegum NATO sé samrýmanleg ákvæðum 1. gr. laga nr. 73/2007, um íslensku friðargæsluna og þátttöku hennar í alþjóðlegri friðargæslu?