Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 97. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 97  —  97. mál.




Fyrirspurn



til fjármálaráðherra um stimpilgjöld af lánum til húsnæðiskaupa.

Frá Magnúsi Stefánssyni.



     1.      Hvenær verður hætt að innheimta stimpilgjöld af lánum til húsnæðiskaupa?
     2.      Hve miklir fjármunir runnu í ríkissjóð vegna innheimtu stimpilgjalda af lánum til húsnæðiskaupa tímabilið 2003–2006, sundurliðað eftir árum, og hverjar eru áætlaðar tekjur ríkissjóðs af stimpilgjöldunum árið 2007?
     3.      Hve margir aðilar greiddu stimpilgjöld af lánum til húsnæðiskaupa á framangreindu tímabili, sundurliðað eftir árum?