Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 119. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 120  —  119. mál.




Fyrirspurn



til félagsmálaráðherra um búsetuúrræði fyrir fatlaða.

Frá Birki J. Jónssyni.



     1.      Hversu margir eru á biðlista eftir húsnæði fyrir fatlaða, sundurliðað eftir landsvæðum?
     2.      Hversu mörg ný búsetuúrræði fyrir fatlaða, aðra en geðfatlaða, verða til árið 2008?
     3.      Hversu mörg ný búsetuúrræði fyrir fatlaða urðu til árin 2000–2005 í sérstöku átaki í samstarfi við Hússjóð Öryrkjabandalagsins?
     4.      Kemur til greina að hefja nýtt átak í samstarfi við hússjóðinn til að fjölga búsetuúrræðum fyrir fatlaða?


Skriflegt svar óskast.