Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 127. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 128  —  127. mál.




Fyrirspurn



til forsætisráðherra um fátækt barna á Íslandi.

Frá Helga Hjörvar.



     1.      Hve stór hluti barna á Íslandi bjó við fátækt árið 2005 annars vegar og árið 2006 hins vegar, samkvæmt skilgreiningu OECD, og hve mörg voru þau?
     2.      Hvað skýrir þann mun sem er á stöðu Íslands og annarra Norðurlanda að þessu leyti?
     3.      Hvaða aðgerðir eru fyrirhugaðar sem dregið geta úr fjölda barna sem búa við fátækt?