Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 178. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Prentað upp.

Þskj. 191  —  178. mál.
Viðbót. Skriflegt svar.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um tillögur refanefndar og endurgreiðslu á kostnaði við veiðar á ref og mink.

Frá Guðnýju Helgu Björnsdóttur.



     1.      Hver hefur verið framgangur tillagna nefndar um áhrif refs í íslenskri náttúru sem skipuð var af umhverfisráðherra og skilaði niðurstöðum sínum 23. júní 2004?
     2.      Hvernig hefur verið fylgt eftir tillögu nefndarinnar um að veiðar á ref verði efldar við jaðra friðlandsins á Hornströndum?
     3.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir því að sveitarfélögunum verði tryggð endurgreiðsla á 50% af kostnaði við veiðar á ref og mink?

Hér er efni sem sést aðeins í pdf-skjalinu.


     4.      Með hvaða hætti telur ráðherra unnt að samræma og skipuleggja betur veiðar á ref og mink þannig að nágrannasveitarfélög leggi jafnmikla áherslu á veiðarnar og árangurinn verði viðunandi?
     5.      Telur ráðherra koma til greina að sveitarfélögin verði undanþegin virðisaukaskatti eða fái hann endurgreiddan af verðlaunum fyrir refa- og minkaveiði á grundvelli reglugerðar nr. 248/1990 þar sem um samfélagslega þjónustu sé að ræða?


Skriflegt svar óskast.