Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 226. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 244  —  226. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um markmið heilbrigðisáætlunar til ársins 2010.

Frá Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hverjar eru helstu ástæður þess, að mati ráðherra, að áfengisneysla hefur vaxið verulega frá því sem hún var þegar heilbrigðisáætlun til ársins 2010 var samþykkt á Alþingi í maí 2001 og er liðlega 40% yfir markmiðum áætlunarinnar eða 7,1 lítri af hreinu alkóhóli á hvern íbúa 15 ára og eldri miðað við árið 2005?
     2.      Hverjar eru tillögur ráðherrans til að minnka áfengisneysluna og telur hann raunhæft að ná settu marki um 5 lítra árið 2010?