Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 239. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 259  —  239. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um tæknifrjóvganir.

Frá Steinunni Valdísi Óskarsdóttur.



     1.      Hversu mörg pör hafa farið í tæknifrjóvgunarmeðferð hjá ART Medica frá og með árinu 1991, flokkað eftir meðferðarúrræðum?
     2.      Hver hefur árangurinn verið?
     3.      Hver er meðalaldur kvenna sem hafa farið í meðferð?
     4.      Hve langir eru biðlistar og hve langur er biðtími eftir meðferð?
     5.      Hver hefur verið kostnaður við meðferðir ART Medica frá og með árinu 2004, sundurliðað eftir árum og meðferðarúrræðum?
     6.      Ef kostnaður hefur aukist, hverjar eru helstu ástæður?
     7.      Hver eru framlög ríkisins?