Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 265. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 295  —  265. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um fósturgreiningu og fræðslu um Downs-heilkenni.

Frá Guðfríði Lilju Grétarsdóttur og Kristni H. Gunnarssyni.



     1.      Hvernig er upplýsingum og ráðgjöf til verðandi foreldra háttað um snemmómskoðun, hverjir sjá um slíka fræðslu og með hvaða hætti hafa hagsmunasamtök fatlaðra komið að mótun slíks fræðslustarfs?
     2.      Hvers konar aðstoð er í boði til verðandi foreldra eftir að í ljós kemur að fóstur greinist með Downs-heilkenni, hvernig er þeim hjálpað að taka ákvörðun um framhaldið og hvernig hefur sú aðstoð verið byggð upp?
     3.      Telur ráðherra koma til greina að láta gera könnun á félagslegum aðstæðum einstaklinga með Downs-heilkenni og lífsgæðum fjölskyldna þeirra, m.a. í þeim tilgangi að veita verðandi foreldrum nánari og betri upplýsingar í tengslum við snemmómskoðun?
     4.      Hvernig hyggst ráðherra beita sér gegn fordómum í garð barna og fullorðinna með Downs-heilkenni og í samstarfi við hvaða aðila telur ráðherra það best gert?


Skriflegt svar óskast.