Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 299. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 371  —  299. mál.




Fyrirspurn



til umhverfisráðherra um losun koltvísýrings o.fl.

Frá Pétri H. Blöndal.



     1.      Hvað sparar Kárahnjúkavirkjun mannkyninu mikla losun koltvísýrings miðað við að álið væri framleitt í Kína með rafmagni sem væri framleitt með brennslu kola?
     2.      Hvað er þessi sparnaður í losun koltvísýrings stórt hlutfall af losun bílaumferðar hér á landi?
     3.      Hvað gætu Íslendingar sparað mannkyninu mikla losun koltvísýrings ef öll virkjanleg orka yrði virkjuð?
     4.      Mun íslenska ákvæðið um heimild til losunar koltvísýrings ekki breytast í íslenskt ákvæði um skyldu landsins til að virkja á loftslagsfundi Sameinuðu þjóðanna í Balí?
     5.      Hvernig hyggst ráðherra standa vörð um náttúruperlur eins og Gullfoss og Dettifoss gegn hugsanlegri kröfu erlendra umhverfisverndarsamtaka um virkjanir þegar mannkynið stendur frammi fyrir þeirri vá sem hlýnun jarðar er talin vera?