Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 160. máls.
á135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 387  —  160. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Björns Vals Gíslasonar og Þuríðar Backman um störf á vegum ríkisins.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
    Hver hefur þróun fjölda starfa á vegum ríkisins verið sl. 15 ár
     a.      á höfuðborgarsvæðinu,
     b.      utan höfuðborgarsvæðisins, skipt eftir landshlutum?


    Upplýsingar um fjölda starfa á vegum ríkisins liggja ekki fyrir og því er í svari við fyrirspurninni stuðst við fjölda ársverka. Með ársverkum er átt við magn dagvinnu á ári. Eru þetta bestu fyrirliggjandi upplýsingar til að varpa ljósi á þróun starfa hjá ríkinu og eru þær unnar úr launakerfi ríkisins.
    Í töflu 1 er að finna fjölda ársverka á umræddu tímabili sundurliðað miðað við landshlutana höfuðborgarsvæði, Reykjanes, Vesturland, Vestfirði, Norðurland vestra, Norðurland eystra, Austurland og Suðurland.
    Upplýsingarnar skýra vel umfang og breytingar á milli ára en þær skýra ekki að öllu leyti fjölgun eða fækkun starfa. Hugsanlegt er að t.d. fjarvera vegna fæðingarorlofs skekki myndina með því að sýna færri ársverk án þess að það þýði fækkun starfa. Þá getur tímavinna og tímabundnar ráðningar komið fram sem fjölgun ársverka án þess þó að slíkar ráðstafanir leiði til fjölgunar starfa. Þróun ársverka skýrir hins vegar vel meginbreytingar á milli ára og ekki verður séð að aðrar upplýsingar lýsi umræddri þróun með nákvæmari hætti. Gögn fyrir árið 2006 liggja enn ekki fyrir.

Tafla 1. Fjöldi ársverka á vegum ríkisins 1990–2005.
Landshluti 1990 1991 1992 1993 1994 1995 1996 1997
Höfuðborgarsvæði 13.386 14.093 14.148 14.156 14.189 14.080 13.712 11.109
Reykjanes 662 693 685 682 698 685 646 468
Vesturland 702 725 725 806 742 716 638 410
Vestfirðir 440 434 440 439 438 429 401 208
Norðurland vestra 447 469 482 471 491 498 449 288
Norðurland eystra 1.436 1.429 1.441 1.386 1.413 1.380 1.235 699
Austurland 680 700 719 678 699 690 635 397
Suðurland 965 1003 1003 994 1010 994 923 619
Samtals 18.717 19.547 19.643 19.612 19.680 19.472 18.640 14.199


Landshluti 1998 1999 2000 2001 2002 2003 2004 2005
Höfuðborgarsvæði 11.370 11.679 11.732 13.224 13.301 13.610 13.792 13.685
Reykjanes 416 438 421 349 370 388 408 397
Vesturland 402 407 427 423 433 441 415 507
Vestfirðir 203 202 208 210 214 209 212 241
Norðurland vestra 290 248 238 220 237 242 218 223
Norðurland eystra 667 646 621 635 652 658 653 702
Austurland 387 374 339 350 352 351 299 332
Suðurland 609 600 586 595 594 605 587 610
Samtals 14.344 14.596 14.571 16.005 16.151 16.505 16.585 16.698

    Í töflu 2. er sýnd breyting á fjölda ársverka á vegum ríkisins í prósentum á milli ára á sömu svæðum. Hafa verður í huga þegar töflurnar eru skoðaðar að á umræddu tímabili átti sér stað umfangsmikill verkefnaflutningur frá ríki til sveitarfélaga sem leiddi til að störfum hjá ríkinu fækkaði verulega, einkum við flutning grunnskólans til sveitarfélaganna árið 1996. Fjölgun ársverka á Vesturlandi frá árinu 2004 til 2005 skýrist m.a. af stofnun Landbúnaðarháskóla Íslands á Hvanneyri og stofnun framhaldsskóla á Grundarfirði. Fækkun ársverka á Reykjanesi milli áranna 2000 og 2001 má m.a. rekja til þess að tvær ríkisstofnanir, Fríhöfnin og Leifsstöð, voru sameinaðar og fyrirtækið Flugstöð Leifs Eiríkssonar hf. var stofnað.

Tafla 2. Breyting milli ára í prósentum á fjölda ársverka á vegum ríkisins 1990–2005.
Ár 90-91 Ár 91-92 Ár 92-93 Ár 93-94 Ár 94-95 Ár 95-96 Ár 96-97 Ár 97-98
Höfuðborgarsvæðið 5,3 0,4 0,1 0,2 -0,8 -2,6 -19,0 2,3
Reykjanes 4 -1,2 -0,4 2,2 -1,8 -5,7 -27,6 -11,2
Vesturland 3,3 0,0 11,1 -7,9 -3,5 -11,0 -35,6 -2,0
Vestfirðir -1 1,4 -0,3 -0,2 -2,0 -6,5 -48,2 -2,3
Norðurland vestra 5,1 2,7 -2,3 4,2 1,4 -9,9 -35,8 0,6
Norðurland eystra -0,5 0,8 -3,8 1,9 -2,3 -10,5 -43,4 -4,6
Austurland 2,9 2,7 -5,7 3,2 -1,3 -7,9 -37,5 -2,6
Suðurland 3 -0,0 -0,9 1,7 -1,6 -7,2 -32,9 -1,6

Ár 98-99 Ár 99-00 Ár 00-01 Ár 01-02 Ár 02-03 Ár 03-04 Ár 04-05
Höfuðborgarsvæðið 2,7 0,4 12,7 0,6 2,3 1,3 -0,8
Reykjanes 5,5 -4,0 -17,2 6,1 5,0 5,1 -2,8
Vesturland 1,3 4,9 -0,9 2,2 2,0 -6,0 22,2
Vestfirðir -0,4 2,6 1,0 2,0 -2,2 1,5 13,8
Norðurland vestra -14,6 -4,0 -7,4 7,6 2,4 -9,9 2,1
Norðurland eystra -3,1 -4,0 2,2 2,8 0,8 -0,7 7,6
Austurland -3,3 -9,4 3,3 0,4 -0,1 -14,9 11,1
Suðurland -1,5 -2,3 1,4 -0,1 2,0 -3,0 3,9