Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 310. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 392  —  310. mál.




Fyrirspurn



til menntamálaráðherra um náms- og starfsráðgjöf.

Frá Katrínu Jakobsdóttur og Kolbrúnu Halldórsdóttur.



     1.      Hvað líður störfum nefndar sem skipa átti samkvæmt þingsályktun sem samþykkt var á Alþingi 17. mars 2007 til að kanna gildi þess og gagn að auka náms- og starfsráðgjöf í grunn- og framhaldsskólum, sem úrræðis gegn brottfalli nemenda í framhaldsskólum og fyrir farsælt náms- og starfsval, en nefndin átti að skila af sér 15. nóvember 2007?
     2.      Stendur til að lögvernda starfsheiti náms- og starfsráðgjafa í því skyni að efla þessa starfsemi?


Skriflegt svar óskast.