Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 259. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 415  —  259. mál.




Svar



iðnaðarráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um störf hjá ráðuneytinu.

    Fyrirspurnin hljóðar svo:
     1.      Hversu mikið hefur störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgað eða fækkað það sem af er þessu ári á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og utan þess hins vegar?
     2.      Hversu mikið er áætlað að störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgi utan höfuðborgarsvæðisins á næsta ári?

    Störfum hjá iðnaðarráðuneytinu og stofnunum þess hefur fækkað um níu það sem af er þessu ári á höfuðborgarsvæðinu en fjölgað um tvö utan þess.
    Áætlað er að störfum hjá ráðuneytinu og stofnunum þess utan höfuðborgarsvæðisins fjölgi um fimm á næsta ári.