Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 251. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 511  —  251. mál.




Svar



forsætisráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um störf hjá ráðuneytinu.

     1.      Hversu mikið hefur störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgað eða fækkað það sem af er þessu ári á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og utan þess hins vegar?

    Fjöldi starfa hjá forsætisráðuneytinu og undirstofnunum þess er óbreyttur það sem af er þessu ári. Á það við bæði um höfuðborgarsvæðið og utan þess.

     2.      Hversu mikið er áætlað að störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgi utan höfuðborgarsvæðisins á næsta ári?
    Frá upphafi næsta árs verður Hagstofa Íslands ein af stofnunum forsætisráðuneytisins. Við þessa tilfærslu er áætlað að 84,3 ársverk færist til ráðuneytisins auk hlutastarfa vegna vinnu við gerð ýmissa kannanna á vegum Hagstofunnar. Ekki er gert ráð fyrir í áætlunum að fjöldi starfa hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgi frá því sem verið hefur utan höfuðborgarsvæðisins á næsta ári.