Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 261. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 563  —  261. mál.




Svar



umhverfisráðherra við fyrirspurn Birkis J. Jónssonar um störf hjá ráðuneytinu.

     1.      Hversu mikið hefur störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgað eða fækkað það sem af er þessu ári á höfuðborgarsvæðinu annars vegar og utan þess hins vegar?
    Á árinu 2007 hefur engin fjölgun starfsmanna orðið hjá ráðuneytinu eða stofnunum þess á höfuðborgarsvæðinu en þann 1. janúar 2007 fluttust 11 rannsóknastörf frá Umhverfisstofnun til nýrrar stofnunar, Matís ohf. Störfum á vegum ráðuneytisins og stofnana þess fækkaði því um 11 á árinu á höfuðborgarsvæðinu.
    Fjölgun hjá stofnunum ráðuneytisins á landsbyggðinni voru alls 1,5 störf.

     2.      Hversu mikið er áætlað að störfum hjá ráðuneytinu og undirstofnunum þess fjölgi utan höfuðborgarsvæðisins á næsta ári?
    Hjá stofnunum ráðuneytisins er fjölgun starfa utan höfuðborgarsvæðisins áætluð um 2,5–3 störf. Jafnframt er reiknað með að önnur verkefni á vegum ráðuneytisins muni leiða til tveggja eða þriggja nýrra starfa tímabundið til fimm ára utan höfuðborgarsvæðisins.