Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 363. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 604  —  363. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um hagkvæmni og gæði í heilbrigðisþjónustu.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hafa athuganir á heilbrigðisþjónustu opinberra aðila annars vegar og einkaaðila, félagasamtaka og sjálfseignarstofnana hins vegar sýnt fram á mismun á gæðum þjónustunnar?
     2.      Hafa niðurstöður athugana leitt í ljós mismun á fjárhagslegri hagkvæmni í rekstri einstakra þátta heilbrigðisþjónustu eftir rekstrarformi, að teknu tilliti til langtímakostnaðar við fjármögnun fasteigna, tækja og annars búnaðar?
     3.      Hvaða áætlanir eru um samanburð á gæðum og hagkvæmni í heilbrigðisþjónustu í opinberum rekstri annars vegar og á vegum annarra aðila hins vegar?