Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 364. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 605  —  364. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um skiptingu fjárveitinga til heilbrigðisþjónustu.

Frá Ástu Möller.



     1.      Hve stórum hluta heilbrigðisþjónustunnar er sinnt af öðrum en opinberum aðilum, miðað við fjárveitingar í fjárlögum, að meðtöldum fjárveitingum til sjúkratrygginga? Óskað er eftir sundurliðuðum upplýsingum um helstu greinar heilbrigðisþjónustu, þ.e. heilsugæslu að meðtöldum heimilislækningum og heimahjúkrun, endurhæfingu, sjúkrahúsþjónustu, öldrunarþjónustu og tannlækningar.
     2.      Hvernig hefur þetta hlutfall breyst frá árinu 2001?
     3.      Hvernig er skiptingin annars staðar á Norðurlöndum og á Bretlandi?