Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 397. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 641  —  397. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um sykurneyslu og forvarnir.

Frá Rósu Guðbjartsdóttur.



     1.      Hyggst ráðherra beita sér fyrir auknum forvörnum og fræðslu í ljósi þess að sykurneysla íslenskra ungmenna er sú mesta á Norðurlöndum og offita að verða eitt stærsta heilbrigðisvandamál Vesturlanda?
     2.      Hyggst ráðherra bregðast við þeim staðreyndum að óhófleg sykurneysla barna og unglinga tengist aðallega gosdrykkjum og sælgæti, og að viðbættur sykur er í umtalsverðu magni í ýmsum öðrum matvælum sem oft eru gefin ungum börnum, t.d. svaladrykkjum, mjólkurvörum og morgunkorni?


Skriflegt svar óskast.