Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 416. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 667  —  416. mál.




Fyrirspurn



til samgönguráðherra um ferjubryggjuna í Flatey.


Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hefur ráðherra kynnt sér ástand ferjubryggjunnar í Flatey á Breiðafirði?
     2.      Hversu langur skal viðlegukantur vera til að uppfylla öryggiskröfur sem gerðar eru til ferjuhafna fyrir skip sömu stærðar og Baldur og hversu langur er viðlegukanturinn í Flatey?
     3.      Hvenær hefst viðgerð á bryggjunni og lenging viðlegukants þannig að ferjuhöfnin uppfylli staðla og standist öryggiskröfur?
     4.      Stendur hugur ráðherra til þess að þessum verkum verði lokið fyrir sumarið?