Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 418. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 671  —  418. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um lokun starfsendurhæfingar í Bergiðjunni.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hverjar eru forsendur fyrirhugaðrar lokunar starfsendurhæfingar í Bergiðjunni?
     2.      Hver er áætlaður sparnaður Landspítala við lokunina?
     3.      Hefur verið haft samráð við starfsmenn og þá sem eru í starfsendurhæfingu vegna fyrirhugaðrar lokunar?
     4.      Hafa öllum verið tryggð önnur störf við hæfi og ef svo er, hvaða störf og á hvaða sviðum?
     5.      Hvað geta margir sótt daglega starfsendurhæfingu í Bergiðjunni?
     6.      Hefur ráðherra haft samráð við félags- og tryggingamálaráðherra og/eða Reykjavíkurborg um hugsanlega yfirtöku á rekstri Bergiðjunnar fyrir verndaðan vinnustað handa einstaklingum sem eiga erfitt með að stunda vinnu á almennum vinnumarkaði, sbr. Plastiðjuna – Iðjulund á Akureyri?
     7.      Hvað bíða margir eftir starfsendurhæfingu sakir örorku eða sjúkdóma?
     8.      Hvaða úrræði bjóðast fólki sem bíður eftir starfsendurhæfingu?
     9.      Hver er fagleg stefna Landspítala í endurhæfingu sjúklinga á geðsviði spítalans
                  a.      inni á geðdeildum spítalans,
                  b.      eftir útskrift,
                  c.      hvernig er þeirri stefnu fylgt eftir?
     10.      Verður húsnæði Bergiðjunnar nýtt undir starfsemi á vegum Landspítala eða verður það selt eða leigt?


Skriflegt svar óskast.