Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 426. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 680  —  426. mál.




Fyrirspurn



til iðnaðarráðherra um olíuhreinsunarstöð.

Frá Álfheiði Ingadóttur.



     1.      Hver er aðkoma ríkisstjórnarinnar að athugun á byggingu olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum?
     2.      Hve miklu fé hefur þegar verið varið til þessarar athugunar og hversu stór er hlutur ríkissjóðs?
     3.      Hvaða fjárfestar, innlendir og erlendir, koma að verkefninu og hverjar eru viðskiptalegar forsendur þess?
     4.      Hversu afkastamikil er olíuhreinsunarstöð sú sem nú er til athugunar?
     5.      Hversu mikið losar slík stöð af gróðurhúsalofttegundum og hversu hátt hlutfall er það af losun á Íslandi viðmiðunarárið 1990?
     6.      Hversu mikið magn jarðolíu er unnið á viku í olíuhreinsunarstöð af þessari stærð og hvað krefst sú vinnsla mikillar skipaumferðar, þ.e. aðflutninga á sjó og flutninga afurða frá stöðinni?
     7.      Hvaða föst og fljótandi úrgangsefni verða einkum til við slíka framleiðslu og í hve miklu magni?
     8.      Hefur verið gert áhættumat vegna rekstrar olíuhreinsunarstöðvar á Vestfjörðum með tilliti til mengunar á landi og olíuflutninga á sjó?
     9.      Fara áform um að reisa olíuhreinsunarstöð á Vestfjörðum saman við loftslagsstefnu Íslands?


Skriflegt svar óskast.