Aðrar útgáfur af skjalinu: PDF - Word Perfect. Ferill 454. máls.
135. löggjafarþing 2007–2008.
Þskj. 724  —  454. mál.




Fyrirspurn



til heilbrigðisráðherra um stöðu samninga við sérfræðinga í heilbrigðisþjónustu.

Frá Þuríði Backman.



     1.      Hvernig standa samningaviðræður við hjartalækna, tannlækna og talmeinafræðinga?
     2.      Standi samningaviðræður yfir, hvenær er stefnt að þeim ljúki?
     3.      Hvernig er staðið að samningagerð fyrir hönd ráðuneytisins fram að þeim tíma að fyrirhuguð innkaupastofnun heilbrigðisþjónustu tekur til starfa?
     4.      Hvaða áhrif telur ráðherra núverandi stöðu, þ.e. að ákveðnir hópar sérfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar eru án samninga, hafi á:
                  a.      aðgengi sjúklinga og almennings að þjónustu þeirra,
                  b.      stöðu annarra sérfræðistétta,
                  c.      þróun sjálfstætt starfandi sérfræðinga?
     5.      Mun ráðherra beita sér fyrir að teknir verði upp samningar við fleiri sérfræðinga innan heilbrigðisþjónustunnar en gert hefur verið fram til þessa?


Skriflegt svar óskast.